Eldur í Húnaþingi er án vafa fjölskylduvæn hátíð og í ár höfum við fjölgað atburðum fyrir alla fjölskylduna. Þið megið búast við uppákomum fyrir nýbura jafnt og heldri borgara. Við bjóðum að sjálfsögðu upp á hinn vinsæla
Fjölskyldudag og sápurennibrautina þann 27. júlí, því til viðbótar eru viðburðir á bókasafninu fyrir börn og foreldra/forráðamenn, fjölskylduvænar leik- og danssýningar, fjölskylduballið, námskeið, leikir, keppnir, kleppari, kubb, fótbolti og hellingur af tónlist til að skola þessu niður með.


Í maí koma inn á þessa síðu allir fjölskylduatburðir hátíðarinnar árið 2019, svo endilega kíktu hérna inn aftur!

© 2019 by Natalia Grociak www.grociak.com